Mynd: John Amalraj við undirbúning kvöldverðarins.
Laugardaginn 13 júlí verður boðið upp á ekta indverkan mat og skemmun í Múltikúlti Barónsstíg 3. Þar verður á boðstólum indversk Dosa, kjúklinga Briyani og margt fleira. Í gangi verður líka indverskur örmarkaður, myndsýning og Tarot lestur. Allt þetta fyrir 2.000 krónur sem renna beint til Erode heimilisins í Tamil Nadu. John Amalraj formaður Action India verður á staðnum, steikir Dosa og fræðir okkur um starfið á Indlandi. Auk þess að hitta Vini Indlands er John er hér á landi í viðskiptaerindum en hann er að ræða við ferðaþjónustuaðila hér á landi fyrir hönd ferðaskrifstofunnar hans um mögulega samvinnu.
Mynd frá kvöldverðinum.