Í nóvember sl. hófst tilraun með fjarnám á einni af þeim fræðslumiðstöðvum sem Vinir Indlands er að styrkja á Indlands. Í fyrsta námskeiðinu eru 20 nemendur. Um er að ræða verslunarnám sem leiðir til eins konar verslunarprófs sem gera á nemendurnar hæfa til þess að starfa í verslun og þjónustufyrirtækjum, sem sölumenn, markaðsfólk, afgreiðslustörf í verslunum. Verslunarnámsefni þetta er hannað af Kanadísku fyrirtæki í samvinnu við heimamenn.
Þetta fjarnám mun einnig vera í boði fyrir lítt menntaða verkamenn sem hugsanlega er hægt að hjálpa með því að bjóða þeim upp á þennan möguleika til starfþjálfunar. Á Indlandi eru verslunarstörf mun betur launuð heldur en ófaglærð landbúnaðarstörf. Mikið er um fyrrverandi landbúnaðarverkamenn í fátækrahverfum stórborga á Indlandi. Þetta fólk hefur leitað þangað eftir vinnu en möguleikar þeirra á atvinnumarkaði í borgum eru slæmir þar sem þeir hafa enga reynslu af verslunar- og þjónstustörfum. Með svona fjarnámi má bæta úr því.
Til þess að fjarnám þetta sé mögulegt þarf fartölvur. Ef þú átt eða veist um notaða fartölvur sem þú ert tilbúinn til þess að gefa í þetta verkefni þá væri það vel þegið. EF einhverjar fartölvur verða gefnar í þetta verkefni þá er ráðgert að íslensku sjálfboðaliðarnir sem fara út til Indlands í janúar taki þær með sér og afhendi þær í fræðslumiðstövunum. Til viðbótar fræðslumiðstöðvunum þá vantar einnig fartölvur á heimili barna því mikilvægt er að þau læri á tölvur.
Ef einhver vill gefa notaða fartölvu í þetta verkefni þá vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á postur(hjá)vinirindlands.is
Ef þú átt ekki gamla fartölvu til þess að leggja í þetta verkefni en langar að leggja þessu verkefni lið þá er námskeiðsgjaldið fyrir hvern nemanda í þessu verslunarnámi c.a. 7.000 íslenskar krónur. Þannig að það er líka mögulegt að gefa mjög fátækum einstaklingum færi á að komast í þetta fjarnám.