Árlegir styrktartónleikar Vina Indlands verða haldnir miðvikudaginn 22. október næstkomandi í Sigurjónssafni kl. 20:00.
Styrktartónleikarnir eru stærsta einstaka fjársöfnun félagsins en ágóði þeirra rennur óskiptur til verkenfa félagsins á Indlandi. Því skiptir miklu að sem flestir velunnarar félagsins og barnanna í Tamil Nadu komi og njóti kvöldsins með okkur. Á dagskránni er fjölbreytt tónlist, flutt af Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Jane Ade Sutarjo píanóleikara. Þórunni Erlu Valdimarsdóttur rithöfundi ásamt Möggu Stínu og vinum hennar.
Allir listamennirnir gefa vinnu sína til styrktar starfinu. Auk þess munu sjálfboðaliðar segja frá ferð sinni til Indlands í máli og myndum.
Miðaverð er 3000 kr. Miðar verða til sölu við innganginn í Sigurjónssafni tónleikakvöldið.
Einnig er hægt að styrkja félagið með því að leggja inn á reikning: 513-26-206035 kt: 440900-2750