Við viljum vekja athygli á söfnun Þórarins fyrir heimili munaðarlausra á Indlandi. Viðtal var við Þórarinn í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í vikunni og er hægt að sjá þá umfjöllun hér. Einnig var viðtal við Þórarinn í þætti Sirrýar á Rás 2 í Ríkisútvarpinu á síðasta sunnudag. Báðar þessar umfjallanir hafa vakið góða athygli á söfnuninni.
Þeim sem vilja styrkja þessa söfnun er bent á reikningsnúmer söfnunarinnar sem er nr.: 526 - 14- 603094 kt 440900-2750.
Allt starf í Vinum Indlands er unnið í sjálfboðavinnu og hefur félagið engan skrifstofukostnað. Allt styrktarfé sem safnast í þessari söfnun mun því renna óskipt til heimilanna á Indlandi.