Vinir Indlands eru að hefja undurbúning að hálfsmánaðar ferð til Indlands í ágúst 2017. Ferðin verður skipulögð af Weldone tours India í samstarfið við félagið. Við munum heimsækja barnaheimili og þorp sem við höfum verið að styrkja en einnig heimsækja fræga og undurfagra ferðamannastaði. Ferðin endar á slökun í Kerala héraði við vesturströnd Indland. Í janúar Þann 7. janúar 2017 k. 14:00 mun verða haldinn kynningarfundur um ferðina í húsnæði Múltikúlti, Barónsstíg 3, 101 Reykjavík. Hér má lesa um tilhögun ferðarinnar. En engu að síður ekki seinna vænna að taka frá tíma og byrja að skipuleggja. Þess má geta að stofnuð hefur verið Facebook síða fyrir ferðina.