Vinir Indlands bjóða þér að njóta með sér kvöldverðar og skemmtunar sunnudaginn 6. desember, kl. 19:00 að Barónsstíg 3, Reykjavík. Við bjóðum upp á góðan ilmandi indverskan mat. Við munum heyra frá nýju verkefni sem félagið styður, en það fjallar um að aðstoða konur og börn úr þrælahaldi og byggja upp að nýju til samfélagsþátttöku. Anna Lára Steindal les upp úr bók sinni Undir fíkjutré, sem fjallar um flóttamann sem sest að hér á landi. Á staðnum verður lítill markaður með indverskum vörum.
Verð fyrir mat er 2500,- ekkert fyrir börn undir 12 ára. Allur ágóði rennur til verkefnis Rural Women Development Trust á Indlandi sem kynnt verður á kvöldverðinum.