Það er ekki bara vont veður á Íslandi. Núna undanfarið hafa verið gífurlega miklar rigningar á Suður Indlandi sem leitt hafa til mikils tjóns og mannsskaða. Ástandið er sérstaklega slæmt í Chennai og á svæðinu fyrir sunnan borginni. Nokkur af þeim heimilum munaðarlausra barna og þær kennslumiðstöðvum sem studd hafa verið af íslenskum styrkarforeldrum í gegnum Vini Indlands hafa orðið fyrir skaða af þessum sökum. Þeir sem búið hafa nálagt ströndinni og nálægt árfarvegum hafa orðið verst úti. Samstarfsaðilar okkar í Chennai á Indlandi þurfa núna á hjálp að halda. Þeir sem sjá sér fært um að styrkja þetta málefni þá má benda á reikning félagsins: 0513-26-206035 kt. 440900-2750 setjið "Chennai" í skýringuna á færslunni.