Sunnudaginn 25. september, á milli 14:00 og 16:00, verður opið hús í Múltikúlti, Barónsstíg 3, þar sem kynntar verða fyrirhugaðar sjálfboðaliðaferðir á árinu 2017. Allir áhugasamir velkomnir. Einn af möguleikunum sem kynntir verða eru sjálfboðaliðaferðir til þess að vinna á heimilum munaðarlausra barna sem styrktarforeldrar styrkja í gegnum Vini Indlands. Nánari upplýsingar um sjálfboðaliðaferðirnar má finna á heimasíðu Múltikúlti.