Vinir Indlands eru að styðja við heimili fyrir munaðarlaus börn í borginni Erode í Suður Indlandi. Erode er í eins og hálfs tíma fjarlægð frá borginni Salem þar sem er annar heimili sem Vinir Indlands styðja við. Það er prestur sem veitir Erode heimilinu forstöðu og starfar hann af mikilli hugsjón meðfram starfi sínu. Á Erode heimilinu eru 40 börn sem mörg hver eiga mjög sorglega fortíð þar sem þau hafa misst foreldra sína og/eða búið við mörg erfiðar aðstæður áður en þau fengu skjól á heimilinu.
Vinir Indlands aðstoðuðu Erode heimilið við að flytja í nýtt og stærra húsnæði vorið 2013. En heimilið hafði verið í alltof litlu húsnæði.
Nánari upplýsingar um heimilið á ensku.
Til þess að fá frekari upplýsingar um heimilið vinsamlegast sendið tölvupóst á postur(hjá)vinirindlands.is Einnig má hafa samband við Sólveigu Jónasdóttur sol(hjá)islandia.is