Um styrktarforeldri

Það er auðvelt að gerast styrktarforeldi hjá Vinum Indlands.

Þú greiðir 3000 kr (greiðslukort eða greiðsluþj.) á mánuði og sú upphæð dugar til þess að við getum keypt mat og klæði, greitt skólagöngu og aðrar nauðsynjar fyrir barnið.

Þú færð fréttir ca 3-4 sinnum á ári, en mátt hvenær sem er kalla eftir nánari upplýsingum. Barnið skrifar þér bréf og sendir jólakort og þú færð líka myndir til að þú getir fylgst með hvernig því vegnar.

Þú mátt senda bæði bréf og litlar gjafir, en þarft þess alls ekki. Ef þú kýst það, þá er besta leiðin til þess að biðja sjálfboðaliða sem fara reglulega til Indlands að taka slíkt með til þess að tryggja að þær komist örugglega í réttar hendur.

Ef þú vilt styrkja barn á vegum Vina Indlands- hafðu þá samband við postur(hjá)vinirindlands.is

Bankareikningur Vina Indlands er: 0582-26-6030.Kennitala er 440900-2750.