ATH: Vegna Covid-19 er ekki boðið uppá sjálfboðaliðaferðir núna.
Fjölmenningarmiðstöðin Múltíkúltí hefur undanfarin ár staðið fyrir sjálfboðaliðaferðum fyrir ungt fólk. Um er að ræða 2ja mánaða ferð, dvalið er í tvo mánuði á Indlandi, í Kenía og Tansaníu. Næsta ferð verður væntanlega í janúar n.k.
Í ferðinni er lögð áhersla á að þátttakendur kynnast landi og þjóð um leið og þeir taka þátt í verkefnum Vina Indlands og Vina Kenía sem unnin eru í samvinnu við þarlenda sjálfboðaliða.
Á meðal verkefna sem unnin eru:
- Aðstoð á barnaheimilum, leikskólum og kennslumiðstöðvum í Tamil Nadu í Suður-Indlandi.
- Múrsteinagerð, ræktun grænmetis og kennsla í leik- og grunnskólum í Kenía og Tansaníu.
- Eftirlit og aðhlynning með munaðarlausum börnum.
- Aðstoð við kennslu s.s. ensku, landafræði, stærðfræði og á tölvur.
- Jafningjafræðsla um HIV með ungum sjálfboðaliðum í Kenía.
Þátttakandi verður sjálfir að tryggja sig í ferðinni óski þeir þess, s.s. slysa, sjúkra og farangurstryggingar umfram þá lágmarktryggingu sem greiðslukortafyrirtæki v. kaupa á farmiða veitir.
Hægt er að lesa blogg frá ferð sjálfboðaliða úr fyrri ferðurm: http://www.herdisgunnars.blogspot.com/ og http://harpaberg.blogspot.com/ og http://agnesogarni.blogcentral.is/ og http://tarabrynjars.blogcentral.is/
Nánari upplýsingar: kjartan@islandia.is og sol@islandia.is