Vinir Indlands hafa verið að styrkja fræðslumiðstöðvar (Tution Centers) á fátækum svæðum á Indlandi. Fræðslumiðstöðvar er kannski ekki réttnefni því að meginstarfsemi þessara miðstöðva er að hjálpa börnum og leiðbeina með heimalærdóminn frekar en um sé að ræða skipulagða kennslu. Aldur barnanna sem sækja fræðslumiðstöðvarnar er á bilinu 8-14 ára. Aðstæður barna til náms eru oft bágbornar í fátækrahverfum og hafa þessar fræðslumiðstöðvar því mikla þýðingu fyrir þau. Fræðslumiðstöðvarnar eru líka stundum vettvangur þar sem götubörn koma fyrst á, sem síðan leiðir til þess í sumum tilvikum að þau fá pláss á heimilum munaðarlausra barna sem rekin eru á viðkomandi stað og studd eru líka af Vinum Indlands.
Til viðbótar eru til miðstöðvar fyrir sjálfshjálparhópa (Social Service Centers) sem eru ætlaðir fullorðnu fólki.
Nokkrar fræðslumiðstöðvar eiga við húsnæðisvanda að etja en þær eru reknar í sumum tilvikum á heimilum þeirra sem reka miðstöðvarnar, eða eru reknar í húsnæði nærliggjandi skóla eða jafnvel á opnum svæðum úti við.
Fyrir dyggan stuðning íslenskra tónlistarmanna, sem komið hafa gefið vinnu sína á styrktartónleikum undanfarinna ári, hafa Vinir Indlands getað stutt við bakið á mörgum fræðslumiðstöðvum. En þörf þessara fræðslumiðstöðva er mikil, þannig að ef þú vilt styrkja við starf fræðslumiðstöðva þá er netfangið okkar postur(hjá)vinirindlands.is