6 íslenskir listamenn dvöldu í á síðasta ári í Sæluskógi (Anandan) listamannamiðstöðinni í hinni heilögu borg Varanasi í Indlandi. Þau listaverk sem urðu til í þessari ferð eru nú til sýnis í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og verður sýningin opin frá 8. febrúar til 24. ágúst 2025. Sýningin heitir: "Meðal guða og manna". Þetta er mjög áhugaverð sýning því listamennirnir hafa augljóslega orðið fyrir miklum áhrifum af indverskri menningu og hafa þeir unnið með þessi áhrif hver á sinn hátt. Varanasi er heilög borg í augum hindúa , enda talin stofnuð af hindúaguðnum Shiva auk þess sem hún stendur við Ganges fljót sem einnig er mikil átrúnaður á. Einn listamannanna (Sólveig Aðalsteinsdóttir) er með Ganges fljót sem þema í sínu verki og tengir þetta þema við samsvörun í norrænni goðafræði. Í nágrenni Varanasi er Sarnath þar sem eru merkar rústir. En Sarnath er frægast fyrir að vera sá staður þar sem Búdda flutti sýna fyrstu "fjallræðu" og er af þeim sökum einhver heilagasti staður þeirra sem eru búddatrúar. Guðjón Ketilsson hefur greinilega orðið fyrir áhrif um a þessum sem birtist í verki hans á sýningunni. Einar Falur Ingólfsson er líka með áhugaverða lifandi ljósmyndaröð sem að hluta vísar í trúarhefðir hindúa. Þannig að heiti sýningarinnar er mjög lýsandi fyrir innihald hennar. Margrét H. Blöndal er með myndir á sýningunni sem hún lýsir í sýningarskrá sem "þetta er djúpsálarlegt ferðalag, ég ferðast í senn um hið innra og ytra. Óumræðanlega magnað og fagurt en hvorki auðvelt né auðmeltanlegt..." Eygló Harðardóttir er með verk á sýningunni og er hringformið mjög áberandi í verkum hennar. Hjólið eða hringrás lífsins hefur trúarlega þýðingu bæði í hindúisma og búddisma auk þess sem það birtist í þjóðfána Indlands. Vera má að hringformið í verkum Eyglóar og reyndar einnig í verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar á sýningunni séu undir áhrifum frá þessu mikilvæga tákni á Indlandi. Þessi má geta að einn af listamönnum sem eiga verk á sýningunni þ.e.a.s. Eygló Harðardóttur ætti að vera félögum í Vinum Indlands að góðu kunn því að hún hefur tekið þátt í starfi félagsins á undanförnum árum og fór á vegum félagsins til Indlands á árum áður.
top of page
bottom of page
Comments