top of page

Saga af svartri geit

Á síðasta ár kom út skáldsagan Saga af svartri geit eftir Indverska rithöfundinn Perumal Murugan. Hann skrifar á móðurmáli sínu, tamílsku, og hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Saga af svartri geit var tilnefnd til alþjóðlegu Booker-verðlaunanna. Elísa Björg Þorsteinsdóttir sem hlaut nýverið íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á þessari skáldsögu. Þessi skáldsaga er líka merkileg fyrir þær sakir að hún er fyrsta tamílska bókin sem kemur út á íslensku sem er stórtíðindi og ánægjuleg tíðindi fyrir Vini Indlands. Saga af svartri geit segir frá heimi þar sem fátækt, kúgun og uppskerubrestur er veruleiki manna og dýra og er saga af geit og samfélagi, stétt og kærleika.

Comentarios


...

© 2025 Vinir Indlands. Powered and secured by Wix

bottom of page